Rúmar 27 milljónir króna í sunnlenska knattspyrnu

Sunnlensk knattspyrnufélög fá samtals rúmlega 27,2 milljónir króna úr EM framlagi Knattspyrnusambands Íslands til aðildarfélaga sinna.

Í vetur var tilkynnt að um 25% af greiðslu sem KSÍ fær frá Knattspyrnusambandi Evrópu vegna þátttöku landsliðsins á EM í Frakklandi í sumar verði ráðstafað til aðildarfélaganna. Félögin skipta því á milli sín samtals 453 milljónum króna.

Fjármunum skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna og væntir stjórn sambandsins þess að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma.

Upphæðin sem félögin fá er misjöfn eftir umfangi félaganna, stöðu karla- og kvennaliða og starfsemi yngri flokka. Upphæðirnar sem sunnlensku félögin fá eru eftirfarandi:

Selfoss 14.459.000 kr.

Ægir 5.531.000 kr.

KFR 4.020.000 kr.

Hamar 3.014.000 kr.

Árborg 100.000 kr.

Stokkseyri 100.000 kr.

Fyrri greinÁtta Selfyssingar í fimleikalandslið
Næsta greinSelfoss náði í stig með síðustu spyrnu leiksins