Ross farin heim – nýr kani á leiðinni

Breytingar hafa orðið á leikmannahópi Hamars í kvennakörfunni en Jaleesa Ross hefur snúið aftur heim vegna alvarlegra veikinda móður sinnar.

Varð að samkomulagi Ross og Hamars að rifta samningnum.

Lárus þjálfari Jónsson er á góðri leið með að landa nýjum leikmanni fyrir tímabilið þó svo að tæpt verði á að hún muni verða komin með leikheimild fyrir fyrsta leik við KR á útivelli þann 12. október.

Nýi leikmaðurinn heitir Samantha Murphy og kemur frá Grand Canyon College þar sem hún var meðal annar valin besti leikmaður 2. deildar hálskólaboltans 2011, með 43% nýtingu í skotum (FG) og 24,6 stig í leik að meðaltali síðasta árs.

Samantha er vítaskytta góð með um 91% vítanýtingu og 39% nýtingu í 3ja stiga skotum öll 4 ár sín í háskólaboltanum. Hún getur spilað stöðu leikstjórnanda, skyttu og þrist.