Rosalegir vinningar í Hleðslubrautinni

Það verður mikið um að vera í bæjargarðinum á Selfossi eftir hádegi í dag þar sem m.a. hefur verið sett upp stór Conditioning þrautabraut frá Sportstöðinni.

Brautin, sem kallast Hleðslubrautin, er sett upp í boði Sportstöðvarinnar, Björgunarfélags Árborgar og MS. Fjórtán ára aldurstakmark er í brautina og eru vinningarnir ekki af verri endanum. 1. verðlaun eru árskort í Sportstöðina, sex vikna MMA Contitioning þjálfunarnámskeið, kassi af Hleðslu og bolur. Fyrir 2. og 3. sætið eru m.a. kort í Sportstöðina í vinning en veitt verða verðlaun í karla- og kvennaflokki.

Annars verður líf og fjör í Sportstöðinni í allt sumar. Þann 20. júní hefjast ný Zumba námskeið og er skráning hafin. Námskeiðið verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 20:10 sex vikur í senn. Verð fyrir námskeiðið er 17.900 kr. og er allur aðgangur að Sportstöðinni innifalinn meðan á námskeiði stendur. 25 %afsl. fyrir korthafa í ótimabundinni áskrift (aðrir korthafar fá lengingu á aðgangskortum sem nemur lengd námskeiðs).

Fyrri greinSkógakortið „Rjóður í kynnum“ komið út
Næsta grein„Það er allt fallegt” í Gullkistunni