Risasigur í lokaleik Hamars

Hamar gjörsamlega valtaði yfir botnlið Reynis þegar deildarkeppni 1. deildar karla í körfubolta lauk í kvöld. Lokatölur í Frystikistunni í Hveragerði urðu 120-53.

Hamar hafði mikla yfirburði allan leikinn en staðan í hálfleik var 58-28. Hvergerðingar gerðu sér svo lítið fyrir og skoruðu 37 stig í 3. leikhluta og staðan var orðin 95-43 að honum loknum

Hamar lauk leik í 6. sæti deildarinnar með 22 stig, eins og ÍA sem er í 5. sætinu. ÍA hefur hins vegar örlítið betur í innbyrðis viðureignum, og fer því í úrslitakeppnina þar sem liðið mætir Fjölni í 4-liða úrslitum. Í hinni viðureigninni mætast Valur og Skallagrímur. Hvergerðingar eru komnir í sumarfrí.

Tölfræði Hamars: Samuel Prescott Jr. 45 stig/11 fráköst, Sigurður Orri Hafþórsson 15 stig, Snorri Þorvaldsson 14 stig, Þorsteinn Gunnlaugsson 13 stig/9 fráköst/6 stoðsendingar, Björn Ásgeir Ásgeirsson 9 stig, Oddur Ólafsson 7 stig, Baldur Freyr Valgeirsson 5 stig, Stefán Halldórsson 5 stig/7 fráköst, Hlynur Snær Wiium Stefánsson 4 stig, Bjartmar Halldórsson 2 stig/6 stoðsendingar, Mikael Rúnar Kristjánsson 1 stig, Páll Ingason 4 fráköst.

Fyrri greinStórkostlegur sigur Selfyssinga
Næsta grein1-0 fyrir Þór