Risasigur í fyrsta deildarleik vetrarins

Katla María Magnúsdóttir. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfyssingar hófu leik í Grill-66 deild kvenna í handbolta í kvöld þegar þær heimsóttu Fjölni í Grafarvoginn og unnu stórsigur.

Selfoss skoraði fyrstu fjögur mörkin og leiddi 2-11 eftir fimmtán mínútna leik. Það var því strax ljóst í hvað stefndi og staðan var 7-22 í hálfleik.

Selfyssingar tóku fótinn ekki af bensíngjöfinni í seinni hálfleiknum og sigruðu að lokum, 17-44.

Katla María Magnúsdóttir var markahæst Selfyssinga með 16 mörk og Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 13. Báðar greinilega í feiknaformi, enda voru þær valdar í A-landsliðið í vikunni fyrir komandi landsleiki gegn Lúxemborg og Færeyjum.

Aðrir markaskorarar Selfoss voru Tinna Sigurrós Traustadóttir, Arna Kristín Einarsdóttir og Hulda Hrönn Bragadóttir allar með 3 mörk, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir skoraði 2 og þær Inga Dís Axelsdóttir, María Guðrún Bergsdóttir, Dagný Huld Birgisdóttir og Adela Eyrún Jóhannsdóttir skoruðu allar 1 mark.

Cornelia Hermansson varði 7 skot í marki Selfoss og Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 6.

Fyrri grein„Þurfum að fækka mistökunum og þétta vörnina“
Næsta greinÖruggur sigur gegn nýliðunum