Risasigur Hamars-Þórs

Hildur Björk Gunnsteinsdóttir skoraði 10 stig fyrir Hamar-Þór í dag. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Hamar-Þór tók á móti B-liði Breiðabliks í 1. deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í dag. Hamar-Þór vann stórsigur, 111-43.

Eins og tölurnar gefa til kynna hafði Hamar-Þór mikla yfirburði allan tímann. Staðan var 61-18 í hálfleik og munurinn jókst svo jafnt og þétt í seinni hálfleiknum.

Gígja Marín Þorsteinsdóttir lék vel fyrir Hamar og var bæði stiga og frákastahæst með 19 stig og 8 fráköst en allir leikmenn Hamars-Þórs komust á blað í dag.

Þetta var fyrsti sigur Hamars-Þórs í deildinni í vetur en liðið er í 7. sæti með 2 stig. Breiðablik-b er á botninum án stiga.

Tölfræði Hamars-Þórs: Gígja Marín Þorsteinsdóttir 19/8 fráköst, Emma Hrönn Hákonardóttir 17, Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 10/5 stoðsendingar, Anna Katrín Víðisdóttir 9, Jóhanna Ýr Ágústsdóttir 9/6 stolnir, Stefania Osk Olafsdottir 9, Margrét Lilja Thorsteinson 8/4 fráköst, Þóra Auðunsdóttir 7, Jenna Christina Mastellone 7/8 stoðsendingar, Gígja Rut Gautadóttir 6/3 varin skot, Elín Þórdís Pálsdóttir 5/5 fráköst, Helga María Janusdóttir 5/6 fráköst.

Fyrri greinMikill áhugi á Suðurlandi
Næsta greinHamar A sigraði hraðmót HSK