Rífandi gangur í hlaupurum þrátt fyrir þoku

Ljósmynd/Salomon Hengill Ultra

Keppendur Salomon Hengil Ultra utanvegahlaupinu hafa hlaupið í allt kvöld og nótt en þeir Búi Steinn Kárason og Sigurjón Ernir Sturluson leiða 161 km í karlaflokki og þær Mari Jaersk og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir leiða í kvennaflokki.

Fimmtán keppendur hófu hlaupið klukkan 14:00 í gær en þrír hafa hættu keppni í kvöld. Keppendur í 106 km hlaupinu voru ræstir klukkan 22:00 í gærkvöldi en 46 keppendur hófu þá keppni. Hlynur Guðmundsson og Jón Ingi Árnason leiða í karlaflokki í 106 km og þær Eygló Traustadóttir, Edda Laufey Laxdal og Anna Halldóra Ágústsdóttir leiða í kvennaflokki.

Salomon Hengill Ultra Trail er stærsta utanvegar hlaup Íslands og enda um að ræða eina fallegustu hlaupaleið landsins. Klukkan 8:00 ræsa svo 260 keppendur í 53 km hlaupinu og í hádeginu ræsa rúmlega 600 keppendur í 26 km hlaupi. Klukkan 14:00 ræsa 10 km og 5 km en um það bil 500 keppendur taka þátt í þeim hlaupum.

Lifandi streymi er frá mótinu á Facebook síðu mótsins þar sem skipt er á milli myndavéla í Hveragerði, á Ölkelduhálsi og í Sleggjubeinsskarði.

Ljósmynd/Salomon Hengill Ultra
Fyrri greinSkautafélagið sterkara á svellinu
Næsta greinGlæsileg dagskrá um helgina í Þorlákshöfn