Richard framlengir við Selfoss

Richard Sæþór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Richard er rétthentur hornamaður og uppalinn Selfyssingur.

Hann hefur verið mikilvægur hluti af liðinu í vetur og er því kærkomið að hann hafi ákveðið að framlengja samning sinn, að því er segir í fréttatilkynningu frá Selfyssingum.

Fyrri greinÞorkell I: Yngsti frambjóðandinn í Árborg
Næsta greinSæbjörg Lára: Þitt atkvæði skiptir máli!