Richard framlengir og tekur bandið

Richard Sæþór Sigurðsson, fyrirliði Selfoss. Ljósmynd/ÁÞG

Richard Sæþór Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við handknattleiksdeild Selfoss.

Eftir stutt námshlé síðustu vetur sneri Richard aftur á parketið fyrir síðustu leiktíð og reyndist hann vera einn af lykilmönnum liðsins bæði í horninu sem og í vörninni.

Í tilkynningu frá Selfyssingum segir að það sé gleðilegt að þessi litríki leikmaður ætli að taka slaginn áfram, en hann er tekinn við fyrirliðabandinu og mun leiða liðið jafnt innan vallar sem utan.

Fyrri greinHola í höggi eftir 28 ára bið
Næsta greinEnginn sótti um starf leikskólastjóra