Reynir reyndist sterkari

KFR fékk Reyni Sandgerði í heimsókn í gær í 2. deild karla í knattspyrnu. Gestirnir reyndust sterkari í leiknum og sigruðu 0-4.

Liðin mættust síðast fyrir tíu umferðum síðan þegar Reynir vann 1-0 í Sandgerði en síðan þá hefur hvorugt liðið náð í sigur. Þetta var því fyrsti sigur Reynis í síðustu tíu leikjum en ellefu umferðir eru síðan KFR náði að sigra andstæðing sinn.

Ein umferð er eftir af 2. deildinni og Rangæingar eru sem fyrr á botninum með 6 stig.