Reynir keppir á HM

Badmintonspilarinn Reynir Guðmundsson á Selfossi mun keppa á heimsmeistaramóti öldunga í badminton sem hefst í Vancouver í Kanada á sunnudaginn.

Reynir, sem er núverandi Íslandsmeistari í einliðaleik, býr á Selfossi og starfar sem fjármálastjóri í SET en keppir undir merkjum KR í Reykjavík.

Mótinu í Kanada lýkur þann 28. Ágúst en Reynir, sem fæddur er árið 1960, keppir í einliðaleik í flokki 50+.