Reynir Freyr semur við knattspyrnudeild Selfoss

Reynir Freyr Sveinsson. Ljósmynd/Knattspyrnudeild Selfoss

Hinn 17 ára gamli Reynir Freyr Sveinsson skrifaði á dögunum undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Selfoss.

Reynir er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst hinar ýmsu stöður á vellinum. Hann steig sín fyrstu skref með meistaraflokki Selfoss síðasta sumar og spilaði einn leik í 2. deildinni.

Reynir er reyndar fjölhæfari en svo að hann geti leyst ýmsar stöður á knattspyrnuvellinum því hann var í leikmannahópi karlaliðs Selfoss í handbolta á síðustu leiktíð og hefur leiki fjölmarga unglingalandsleiki í handboltanum.

Fyrri greinSnæfríður Sól sundkona ársins
Næsta greinÞórunn Anna dúxaði í FSu