Renuka hleypur gegn ebólu

„Ég ætla að hlaupa maraþon, 42,2 kílómetra á morgun, laugardag, í Reykjavík til styrktar hjálparstarfi Unicef gegn ebólu í Vestur-Afríku.

Ég hlakka mikið til enda málefnið mjög gott. Sigmundur Stefánsson hefur þjálfað mig fyrir hlaupið og kann ég honum bestu þakkir fyrir,“ segir Renuka Chareyre Perera, hlaupari, sem býr í Tjarnarbyggðinni í Sandvíkurhreppi og rekur veitingastaðinn Seylon á Selfossi.

Renuka hljóp síðast heilt maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 2012 og var þá á tímanum 4:26 klst en hún stefnir á að gera betur í hlaupinu á morgun.

Þeir sem vilja styrkja söfnun Renuku geta lagt inn á reikningsnúmerið: 701- 26-102040. Kt: 481203-2905.

Fyrri greinKirkjan selur jarðir og prestssetur
Næsta greinÁrborg beið lægri hlut