Razvan opnaði markareikninginn í tapleik

Byrjunarlið Uppsveita í leiknum. Ljósmynd/Uppsveitir

Uppsveitir mættu til leiks í 5. deild karla í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsótti Skautafélag Reykjavíkur í Þróttheima í Laugardal.

Uppsveitamenn fóru illa af stað, SR komst yfir á 13. mínútu og þeir bættu svo við tveimur mörkum með stuttu millibili skömmu fyrir leikhlé.

Staðan í hálfleik var 3-0 og SR bætti fjórða markinu við á sjöttu mínútu seinni hálfleiks. Markahrókurinn George Razvan minnkaði muninn fyrir Uppsveitir strax í næstu sókn en Skautafélagið átti lokaorðið og tryggði sér 5-1 sigur með marki fimm mínútum fyrir leikslok.

Engin draumabyrjun í deildinni fyrir Uppsveitir en þeir geta rétt sinn hlut á mánudaginn þegar þeir leika sinn fyrsta heimaleik og fá Afríku í heimsókn.

Fyrri greinFríða mætti aftur í jafnteflisleik
Næsta greinTilboð opnuð í viðbyggingu á Borg