Razvan með fernu gegn Afríku

Markavélin George Razvan. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Uppsveitamenn eru komnir á blað í 5. deild karla í knattspyrnu eftir stórsigur á Afríku á Leiknisvellinum í Breiðholti í dag

Uppsveitir byrjuðu af krafti og eftir rúmt korter var George Razvan búinn að koma þeim í 0-2. Aron Þormar Lárusson bætti þriðja marki Uppsveita við um miðjan fyrri hálfleikinn og staðan var 0-3 í hálfleik.

Afríka átti engin svör í seinni hálfleiknum og Uppsveitir héldu áfram að raða inn mörkum. Pétur Geir Ómarsson kom þeim í 0-4 á 62. mínútu og skömmu síðar skoraði Razvan tvö mörk með fjögurra mínútna millibili. Kappinn kominn með fjögur mörk og staðan orðin 0-6. Daníel Ben Daníesson bætti sjöunda markinu við á lokamínútunni og Uppsveitir fögnuðu 0-7 sigri.

Uppsveitir eru í 4. sæti riðilsins með 3 stig, jafnmörg stig og KFR sem getur endurheimt toppsætið á morgun, nái Rangæingar að leggja Stokkseyringa að velli. Liðin mætast á Hvolsvelli kl. 14.

Fyrri grein„Kom til mín á Hellisheiðinni“
Næsta greinKFR sigraði í Suðurlandsslagnum