Rautt á Djurovic í tapleik Ægis

Ægismenn töpuðu heima fyrir KFS í 3. deild karla í dag. Lokatölur voru 1-2 og með sigrinum fer KFS í úrslitakeppnina.

Ægismenn voru sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir eftir fimmtán mínútna leik. Danislav Jevtic skoraði þá úr vítaspyrnu en það tók KFS aðeins tíu mínútur að jafna leikinn.

Fimm mínútum fyrir leikhlé fékk Milan Djurovic sitt annað gula spjald og Ægismenn léku því manni færri síðustu 50 mínútur leiksins.

Staðan var 1-1 í hálfleik en Eyjamenn höfðu góð tök á síðari hálfleiknum og Ægismenn voru skrefi á eftir allan hálfleikinn. KFS gerði út um leikinn á 75. mínútu og lokatölur urðu 1-2.