Rauði baróninn tekur við Stokkseyri

Garðar Örn við undirritun samningsins í dag ásamt stjórnarmönnunum Atla Rafni Viðarssyni, Hjalta Jóhannessyni og Ágústi Aroni Gunnarssyni. Ljósmynd/Stokkseyri

Garðar Örn Hinriksson hefur verið ráðinn aðalþjálfari karlaliðs Stokkseyrar í knattspyrnu. Með honum í þjálfarateyminu verða Arilíus Marteinsson og Óskar Valberg Arilíusson.

Vart þarf að kynna Garðar fyrir knattspyrnuunnendum, hann var einn besti dómari landsins um árabil og óspar á spjöldin, enda fékk hann viðurnefnið Rauði baróninn. Garðar, sem er frá Stokkseyri, er fyrrum leikmaður félagsins og dæmdi allann sinn dómaraferil undir merkjum Stokkseyrar. Síðasti leikur hans í dómgæslu var einmitt heimaleikur á Stokkseyrarvelli.

Í tilkynningu frá Stokkseyringum segir að mikil tilhlökkun sé í herbúðum félagsins og spennandi tímar framundan með þessu nýja teymi sem skipað er allra bestu köppum Stokkseyrar.

Fyrri greinLítið vesen fyrir vestan
Næsta greinBjargarlaus eftir bílveltu út í skurð