Rangárþing eystra og KFR gera þjónustusamning

Frá vinstri, Tinna Erlingsdóttir formaður KFR, Ólafur Örn Oddsson íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Anton Kári Halldórsson sveitarstjóri. Ljósmynd/hvolsvollur.is

Í gær undirrituðu fulltrúar Knattspyrnufélags Rangæinga og Rangárþings eystra þjónustusamning vegna útbreiðslu knattspyrnu í íþróttastarfi barna og unglinga.

Það voru þau Tinna Erlingsdóttir, formaður KFR og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri, sem undirrituðu samninginn.

Samningnum er ætlað að efla samstarf milli sveitarstjórnar Rangárþings eystra og KFR og tryggja öflugt íþrótta-, tómstunda og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Samningnum er ætlað að tryggja enn frekar starfsemi KFR enda er sveitarstjórn þeirrar skoðunar að það sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi.

Fyrri greinUngarnir komnir úr eggjunum í Byko
Næsta greinFærri naktir útlendingar í brautinni