Rangárþing ytra og Hekla semja

Í vikunni skrifuðu fulltrúar Rangárþings ytra og Umf. Heklu, þau Drífa Hjartardóttir og Guðmundur Jónasson, undir þjónustusamning vegna útbreiðslu íþrótta- og tómstunda í skólastarfi og sveitarfélaginu.

Samningurinn gildir frá 1. janúar sl. og er til fimm ára. Hann felur í sér árlega greiðslu frá Rangárþingi ytra til Umf. Heklu fyrir ákveðin skilgreind verkefni. Verkefnin eru m.a. samfella í skólastarfi, umsjón með sumarnámskeiðum og efling heilbrigðra samverustunda fjölskyldna í sveitarfélaginu.

Umf. Hekla fær aðgang að öllum íþróttamannvirkjum sveitarfélagsins fyrir starfsemina og eru öll börn sem iðka íþróttir á vegum Umf. Heklu tryggð af sveitarfélaginu.

Fyrri greinKFR bjargaði stigi í lokin
Næsta greinLéttleikandi Valgeir á Sólheimum