Rangárþing ytra og KFR endurnýja þjónustusamning

Rangárþing ytra og Knattspyrnufélag Rangæinga hafa nú endurnýjað þjónustusamning vegna útbreiðslu knattspyrnu í íþróttastarfi barna og unglinga og er hann til þriggja ára.

Þjónustusamningnum er ætlað að efla samstarf milli sveitarstjórnar Rangárþings ytra og Knattspyrnufélags Rangæinga og tryggja öflugt íþróttastarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu. Jafnframt er samningnum ætlað að tryggja enn frekar starfsemi Knattspyrnufélags Rangæinga enda er sveitarstjórn þeirrar skoðunar að það sinni öflugu og viðurkenndu forvarnarstarfi.

Jón Þorberg Steindórsson starfandi formaður Knattspyrnufélags Rangæinga og Ágúst Sigurðsson sveitarstjóri Rangárþings ytra undirrituðu samninginn. Þeir eru á myndinni með fréttinni og viðeigandi þótti að vera með æfingatreyju frá Dagnýju Brynjarsdóttur landsliðskonu í fótbolta á mynd þar sem hún er ein af þremur landsliðskonum Íslands í knattspyrnu sem hófu feril sinn hjá KFR.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Hraðakstur á hálum vegi
Næsta greinÞrír Rangæingar til Algarve