Rangæingarnir afgreiddu Þór/KA

Karitas Tómasdóttir skoraði fyrir Selfoss. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann sinn fyrsta sigur í A-deild Lengjubikars kvenna í knattspyrnu í dag þegar liðið sótti Þór/KA heim í Bogann á Akureyri.

Selfoss fékk tvö mörk úr Rangárvallasýslunni en Hólmfríður Magnúsdóttir kom Selfoss í 0-1 í fyrri hálfleik og Karitas Tómasdóttir tvöfaldaði forystuna í seinni hálfleik og tryggði Selfyssingum 0-2 sigur.

Selfoss er í 5. sæti A-deildarinnar með 3 stig að lokum þremur umferðum. 

Fyrri greinLengjubikarinn: Selfoss á sigurbraut – Ægir steinlá aftur
Næsta greinDaði og Gagnamagnið sigruðu í Söngvakeppninni