Rangæingar töpuðu í Reykjavík

KFR tapaði fyrir ÍR þegar liðin mættust í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu á ÍR-vellinum í dag. Lokatölur urðu 3-2.

Reynir Óskarsson kom KFR yfir á 26. mínútu og Rangæingar leiddu 0-1 í hálfleik. ÍR-ingar jöfnuðu metin í upphafi fyrri hálfleiks og náðu svo tveggja marka forskoti á þriggja mínútna kafla. Staðan var orðin 3-1 á 81. mínútu en Hjörvar Sigurðsson minnkaði muninn í 3-2 með marki úr vítaspyrnu á 88. mínútu og lokatölur leiksins urðu 3-2.

KFR er í 5. sæti riðilsins með 3 stig að loknum þremur umferðum.

Fyrri greinÍbúarnir vöknuðu við reykskynjara
Næsta greinStjarnan gerði út um leikinn í lokin