Rangæingar leita að þjálfara

Knattspyrnufélag Rangæinga (KFR) er að leita að þjálfara í fullt starf við þjálfun yngri flokka félagsins frá og með komandi hausti.

Menntun eða reynsla á sviði knattpyrnuþjálfunar skilyrði en áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir með uppl. um fyrri störf og meðmæli til Auðar Erlu Logadóttur, formanns KFR audurerla@hotmail.com. Umsóknarfrestur er til 7. ágúst.

Iðkendur hjá KFR eru u.þ.b. 150 talsins en æfingum er haldið úti á Hellu og á Hvolsvelli. Síðastliðinn tvö sumur hafa yngri flokkarnir verið í samstarfi við ÍBV og keppt undir merkjum ÍBV.

Fyrri greinVegagerðin viðurkennir mistök
Næsta greinYtri-Rangá að detta í þúsund laxa