Rangæingum rúllað upp í Hólminum

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði 4-0 þegar liðið heimsótti Snæfell/UDN í Stykkishólm í dag, í 4. deild karla í knattspyrnu.

Snæfell skoraði þrjú mörk á sjö mínútuna kafla í upphafi leiks og staðan var 3-0 í leikhléi. Heimamenn bættu svo við fjórða markinu þegar ein mínúta var til leiksloka en Mykolas Krasnovskis skoraði öll fjögur mörk Hólmara og Dalamanna.

KFR hefur 3 stig í 7. sæti A-riðils en Snæfell/UDN er í 3. sæti með 9 stig.

Fyrri greinFærður í fangageymslu eftir árekstur
Næsta greinSkóla á grænni grein slitið