Rangæingar töpuðu í Kaplakrika

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði 3-1 þegar liðið mætti Íþróttafélagi Hafnarfjarðar í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

ÍH komst yfir á 8. mínútu leiksins en Reynir Óskarsson jafnaði metin fyrir KFR rúmum tíu mínútum síðar. Heimamenn komust aftur yfir á 30. mínútu og staðan var 2-1 í hálfleik.

Seinni hálfleikur var markalaus allt þar til tuttugu mínútur voru eftir að ÍH fékk vítaspyrnu og úr henni skoruðu gestgjafarnir síðasta mark leiksins.

KFR er í 9. sæti 3. deildarinnar með þrjú stig að fjórum leikjum loknum.

Fyrri greinSelfoss gerði jafntefli við toppliðið
Næsta greinHversdagsmyndir að hætti listamannsins