Rangæingar töpuðu á Húsavík

Knattspyrnufélag Rangæinga tapaði fyrir Völsungi þegar liðin mættust í 2. deild karla í knattspyrnu á Húsavík í dag, 2-0.

Heimamenn komust yfir strax á 2. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Heimamenn bættu við öðru marki eftir fimmtán mínútna leik í síðari hálfleik og þar við sat.