Rangæingar komnir á botninn

KFR er komið í botnsæti A-riðils 4. deildar karla í knattspyrnu eftir 0-2 tap gegn KB á heimavelli í kvöld.

Gestirnir komust yfir á 6. mínútu og skoruðu svo annað markið á 77. mínútu.

KB fór þar með uppfyrir KFR á töflunni. Rangæingar eru með 3 stig í 8. sætinu en KB með 4 stig í 7. sætinu.

Fyrri greinSigurður og Birta taka við rekstri Menam
Næsta greinHSK/Selfoss vann allt sem hægt var að vinna