Rangæingar flengdir í lokaumferðinni

Knattspyrnufélag Rangæinga gerði ekki góða ferð til Dalvíkur í dag þegar liðið sótti Dalvík/Reyni heim í lokaumferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Lokatölur voru 9-0.

Rangæingar, sem voru löngu fallnir fyrir lokaumferðina, sáu ekki til sólar í leiknum.

Dalvík/Reynir skoraði sex mörk í fyrri hálfleik og bætti svo við þremur mörkum í þeim síðari á meðan KFR komst ekki á blað.