Rangæingar fengu skell

KFR tapaði stórt þegar liðið heimsótti Þrótt Vogum í 3. deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur á Vogabæjarvelli urðu 5-0.

Jóhann Gunnar Böðvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upphafi leiks og Vogamenn bættu við þremur mörkum til viðbótar áður en flautað var til leikhlés.

Staðan var 4-0 í hálfleik en Þróttur innsiglaði 5-0 sigur með marki úr vítaspyrnu á 58. mínútu.

KFR er enn án stiga í 3. deildinni, eftir tvær umferðir.