Rangæingar fengu skell

KFR sótti Víði heim í 3. deild karla í knattspyrnu í gær og lauk leiknum með öruggum sigri Víðis, 4-0.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Víðir bætti við mörkum á 62. og 87. mínútu síðari hálfleiks.

Rangæingum tókst ekki að skora í leiknum, en liðið hefur aðeins skorað eitt mark í fyrstu þremur leikjum deildarinnar og situr án stiga í botnsætinu.

Um næstu helgi fara Rangæingar norður í land og leika gegn Dalvík/Reyni á laugardag og Tindastóli á Sauðárkróki á sunnudag.