Rakel tekur fram skóna

Rakel Hlynsdóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Leikstjórnandinn Rakel Hlynsdóttir samdi við handknattleiksdeild Umf. Selfoss fyrr í haust. Rakel, sem er 28 ára, spilaði síðast með sterku liði ÍBV fyrir átta árum síðan en lagði skóna á hilluna árið 2013.

Hún hefur farið vel af stað með meistaraflokk kvenna það sem af er tímabili og í tilkynningu frá Selfyssingum segir að það séu gleðitíðindi að hún hafi ákveðið að taka fram skóna að nýju.

„Það er mjög góð umgjörð hér á Selfossi og við erum með ungt og sterkt lið. Ég hef fulla trú á því að ef við höldum áfram og þéttum hópinn, sé allt mögulegt. Kvennahandboltinn er á uppleið og ég sé fram á að meistaraflokkur kvenna verði í Olísdeildinni á næstu árum. Ég sé alveg fyrir mér að vera partur af því,“ segir Rakel í viðtali í nýjasta tímariti handknattleiksdeildar Selfoss.

Fyrri greinEnn skelfur í Vatnafjöllum
Næsta greinSASS vill samræmda sorpflokkun