Rakel framlengir á Selfossi

Rakel Guðjónsdóttir. Ljósmynd: Umf. Selfoss/ÁÞG

Rakel Guðjónsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til tveggja ára.

Rakel hefur verið lykilmaður í ungu og efnilegu liði meistaraflokks kvenna í Grill 66 deildinni í vetur. Þar hefur hún meðal annars skorað 53 mörk í 21 leik.

Í tilkynningu frá handknattleiksdeildinni er þessum tíðindum fagnað og sagt ljóst að það verði spennandi að fylgjast með meistaraflokki kvenna í Grill 66 deildinni næstkomandi tímabili.

Fyrri grein100 ár frá friðun Þórsmerkur
Næsta greinMér er lífsins ómögulegt að rífast