Ragnheiður íþróttamaður ársins

Í síðustu viku var Ragnheiði Björk Einarsdóttur veittur viðurkenningarbikar sem íþróttamaður ársins 2014 hjá Ungmennafélagi Hrunamanna.

Ragnheiður Björk æfir körfubolta og lék með U15 ára unglingalandsliði Íslands á árinu.

Hún er vel að viðurkenningunni komin en hún hefur verið dugleg að iðka sína íþrótt af kappi og lagt mikið á sig til þess að ná svona langt. Ragnheiður er glæsileg fyrirmynd yngri iðkenda þrátt fyrir að vera einungis 16 ára gömul.

Fyrri greinMenningarveisla á afmælisári
Næsta greinSnör viðbrögð komu í veg fyrir milljónatjón