Ragnheiður og Guðrún heiðraðar

Fimleikasamband Íslands hélt uppskeruhátíð sína fyrir árið 2014 um síðustu helgi. Þar var meðal annars fimleikafólk ársins heiðrað og sjálfboðaliðum veittar viðurkenningar.

Litið var yfir farinn veg á stórglæsilegu fimleikaári og ýmis verðlaun veitt. Meðal annars veitti Fimleikasambandið veitti tólf starfsmerki á hátíðinni og meðal þeirra sem fengu merki voru Ragnheiður Thorlacius og Guðrún Tryggvadóttir frá fimleikadeild Umf. Selfoss.

Stærsti viðburður ársins hjá Fimleikasambandinu var Evrópumeistaramótið sem haldið var í Laugardalshöllinni í október. Skipulagsnefnd mótsins var veittur þakklætisvottur á hátíðinni fyrir frábær störf á árinu og þar áttu Selfyssingar annan fulltrúa, Olgu Bjarnadóttur.

Fyrri greinBúið að opna Hellisheiði og Þrengsli
Næsta greinNýliðið ár hagstætt Hekluskógum