Ragnarsmótið rúllar af stað í 34. skipti

Haukar sigruðu á Ragnarsmótinu 2021. Þeir eru ekki með í ár. Ljósmynd/Aðsend

Hið árlega Ragnarsmót í handbolta hefst á Selfossi í kvöld en eins og síðustu ár verður keppt bæði í karla og kvennaflokki.

Ragnarsmótið er eitt elsta og virtasta æfingamót landsins fer nú fram í 34. skipti til minningar um Ragnar Hjálmtýsson.

Karlarnir hefja leik í kvöld en kl. 18:30 mætast Selfoss og Afturelding á parketinu í Set-höllinni. Ásamt þeim er KA í A-riðli mótsins en í B-riðlinum eru Fram, Hörður og ÍBV.

Úrslitaleikir karlamótsins eru næstkomandi laugardag og keppni á kvennamótinu hefst svo þriðjudaginn 30. ágúst.

Að vanda er frítt á alla leiki og mun Selfoss TV sjá fyrir beinum útsendingum frá öllum leikjum.

Fyrri greinFramkvæmdir að hefjast við nýjan þjónustukjarna á Níunni
Næsta greinSunnlensk heimsókn á Gljúfrastein