Ragnarsmótið hefst í kvöld

Árni Steinn Steinþórsson á Ragnarsmótinu í fyrra. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ragnarsmótið í handbolta hefst á Selfossi í kvöld en þetta er í 29. skiptið sem mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson.

Mótið er eitt elsta og virtasta æfingamótið í handbolta á Íslandi en það fer fram í Hleðsluhöllinni.

Á karlamótinu spila Valur, ÍR, Haukar, ÍBV, Fram og gestgjafarnir, Íslandsmeistarar Selfoss. Konurnar hefja leik næstkomandi mánudag en auk Selfoss spila Grótta, Fylkir og ÍR á kvennamótinu.

Fyrstu leikir mótsins eru í kvöld. Kl. 17:45 mætast ÍBV og Fram og kl. 19:30 Selfoss og Valur.

Í Hleðsluhöllinni verður veitingasala þar sem hægt verður að kaupa ísköld drykkjarföng, rjúkandi kaffi og brakandi ferskt súkkulaði, svo eitthvað sé nefnt.  Frítt er inn á alla leiki mótsins.

Fyrri greinSektargreiðslur gærdagsins um 3 milljónir króna
Næsta greinHellisheiðin lokuð