Ragnarsmótið hefst á þriðjudag

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ragnarsmótið í handbolta hefst á Selfossi á morgun, þriðjudag, en mótið er nú haldið í 33. skipti.

Auk heimamanna í Selfossi munu ÍBV, Stjarnan, Fram, Haukar og Afturelding taka þátt í mótinu. Leikið er í riðlum fram til föstudags, en úrslitaleikirnir fara svo fram á laugardag.

Á þriðjudag mætast ÍBV og Stjarnan kl. 17:45 og Selfoss tekur á móti Fram kl. 19:45.

Mótið fer fram í Iðu og er frítt inn á alla leiki. Einnig verða útsendingar frá öllum leikjunum á SelfossTV.

Ragnarsmót kvenna hefst svo mánudaginn 23. ágúst og stendur yfir til 27. ágúst. Þar spila Selfoss, Afturelding, HK og Grótta.

Fyrri greinSelfoss sigraði eftir harða keppni við Garp/Heklu
Næsta greinFrestað annað árið í röð