Ragnarsmótið hefst í kvöld

Hið árlega Ragnarsmót í handbolta hefst á Selfossi í kvöld. Þetta er í 21. sinn sem mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson.

Auk Selfoss munu HK, FH, Haukar, Fram og Valur leika á mótinu í ár. Þessum liðum er skipt í tvo riðla og munu liðin leika um sæti eftir gengi í riðlunum. Þá verða besti leikmaðurinn, besti sóknarmaðurinn, besti varnarmaðurinn, besti mark­maðurinn og markahæsti leikmaður sérstaklega verðlaunaðir.

Fyrsti leikur mótsins verður viðureign HK-FH í kvöld kl. 18:30, en fyrsti leikur Selfyssinga á morgun gegn HK kl. 18:30. Allir leikirnir eru spilaðir í íþróttahúsinu í Vallaskóla.

Leikjaplan mótsins er eftirfarandi:

Miðvikudagur 1. sept:
HK – FH kl. 18:30
Haukar – Fram kl. 20:00

Fimmtudagur 2. sept:
HK – Selfoss kl. 18:30
Haukar- Valur kl. 20:00

Föstudagur 3. sept:
Selfoss – FH kl. 18:30
Fram – Valur kl. 20:00

Laugardagur 4. sept:
Leikur um 5 sæti kl. 12:00
Leikur um 3 sæti kl. 14:00
Leikur um 1 sæti kl. 16:00