Ragnarsmótið hefst í kvöld

Ragnarsmótið í handbolta hefst í kvöld með opnunarleik Selfoss og Hauka í íþróttahúsi Vallaskóla kl. 18:30.

Mótið er haldið til minningar um Ragnar Hjálmtýsson, ungan og efnilegan handboltamann, sem lést af slysförum árið 1988.

Mótið er nú haldið í 26. sinn og til leiks koma auk Selfyssinga, Haukar, Valur og Fram. Í fyrra höfðu Valsarar sigur eftir úrslitaleik við Stjörnuna.

Liðin spila öll hvert við annað og fara leikir fram miðvikudag, föstudag og laugardag.

Leikjaplan:
Miðvikudagur 19. ágúst

Kl. 18:30: Selfoss – Haukar
Kl. 20:00: Valur – Fram

Föstudagur 21. ágúst
Kl. 18:30: Haukar – Valur
Kl. 20:00: Fram – Selfoss

Laugardagur 22. ágúst
Kl. 12:00: Haukar – Fram
Kl. 14:00: Selfoss – Valur

Að loknu móti fer fram verðlaunaafhending þar sem auk sigurverðlauna verða veitt verðlaun fyrir besta leikmann, besta sóknarmann, besta varnarmann og markahæsta leikmann.

Facebooksíða mótsins

Fyrri greinViking heldur í Jón Daða – mikið í húfi fyrir Selfoss
Næsta greinLíkfundur í Laxárdal í Nesjum