Ragnarsmót kvenna hefst í kvöld

Ragnarsmót kvenna í handbolta hefst í Vallaskóla á Selfossi í kvöld. Í seinni leik kvöldsins mætir Selfoss FH klukkan 20:00.

Þetta er í fyrsta sinn í 26 ára sögu mótsins sem handknattleiksdeild Selfoss heldur einnig mót fyrir kvenþjóðina. Til leiks eru skráð sex lið sem keppa í tveimur riðlum og síðan úrslitaleiki á laugardaginn.

Auk Selfyssinga eru FH, Fram, Grótta, ÍBV og HK mætt til leiks.

Leikjaplan:
Miðvikudagur 2. sept.
kl. 18:15 ÍBV – HK
kl. 20:00 Selfoss – FH

Fimmtudagur 3. sept.
kl. 18:15 HK – Grótta
kl. 20:00 Selfoss – Fram

Föstudagur 4. sept.
kl. 18:15 FH – Fram
kl. 20:00 Grótta – ÍBV

Laugardagur 5.sept. – Úrslitaleikir
5. sæti kl. 12:00
3. sæti kl. 14:00
1. sæti kl. 16:00

Facebooksíða mótsins

Fyrri greinCheerioshúðuð dásemd
Næsta greinStraumlaust í Rangárþingi