Ragnarsmót kvenna hefst í kvöld

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ragnarsmótið í handbolta á Selfossi heldur áfram í þessari viku en í kvöld hefst keppni á Ragnarsmóti kvenna.

Fjögur lið taka þátt í mótinu en auk Selfyssinga mæta Afturelding, HK og Grótta til leiks.

Í kvöld kl. 18:30 mætast Selfoss og Afturelding og kl. 20:15 leika HK og Grótta.

Mótið heldur svo áfram á miðvikudagskvöld og lokaumferðin verður leikin á föstudagskvöld.

Ragnarsmótið fer fram í Iðu og er frítt inn á alla leiki. Einnig verða útsendingar frá öllum leikjunum á SelfossTV.

Fyrri greinÆgir lagði botnliðið örugglega
Næsta greinNýtt skrifstofuhótel og fjarvinnuver í Þorlákshöfn