Ragnarsmót kvenna hefst í dag

HK sigraði á Ragnarsmótinu í fyrra en þær eru ekki með í ár. Ljósmynd/UMFS

Hið árlega Ragnarsmót kvenna í handbolta hefst í Set-höllinni á Selfossi í dag. Fjögur lið eru skráð til leiks en auk heimakvenna eru það Fram, ÍBV og Stjarnan.

Í dag kl. 17:45 mætast Selfoss og ÍBV en klukkan 20 verður flautað til leiks í leik Fram og Stjörnunnar. Á morgun, fimmtudag, mætast ÍBV og Fram kl. 17:45 og Selfoss og Stjarnan kl. 20:00. Lokaumferðin fer síðan fram á laugardag.

Að vanda eru frítt á alla leiki og mun Selfoss.TV sjá fyrir beinum útsendingum frá öllum leikjum.

Fyrri greinAlmar bakari lokar á Flúðum
Næsta greinLjósakvöld í Múlakoti