Ragnar til skoðunar hjá Gummersbach

Ragnar Jóhannsson, handknattleiksmaður á Selfossi, er þessa dagana í heimsókn hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Gummersbach.

Ragnar hélt utan í gær ásamt Sebastian Alexanderssyni, þjálfara Selfoss, en Gummersbach bauð Ragnari að skoða aðstæður og æfa hjá félaginu.

Ragnar hefur verið einn besti leikmaður N1 deildarinnar í vetur þar sem hann er markahæstur með 102 mörk í 11 leikjum. Þá hefur hann vakið athygli með U21 árs landsliði Íslands og lék með því í undankeppni heimsmeistaramótsins í Serbíu í síðustu viku.

Fyrri greinYfirburðir hjá Þórsurum
Næsta greinAðalfundur Samfylkingarinnar í dag