Ragnar stóð uppúr hjá Hamri

Karlalið Hamars vann góðan sigur á Þór Akureyri í 1. deild karla í körfubolta í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í 1. leikhluta en staðan að honum loknum var 24-28. Það sama var uppi á teningnum í 2. leikhluta en Hamar skoraði sex síðustu stigin og leiddi í hálfleik, 50-46.

Staðan var 50-51 þegar rúm mínúta var liðin af seinni hálfleik en þá skoraði Hamar 23 stig í röð gegn einu stigi gestanna og staðan var orðin 73-52. Staðan var 79-61 að 3. leikhluta loknum og Hamar jók forskotið í 21 stig í upphafi síðasta fjórðungsins. Eftir það var leikurinn í öruggum höndum Hamars og gestirnir ógnuðu þeim ekki í síðasta leikhlutanum.

Calvin Wooten var stigahæstur hjá Hamri með 25 stig og Louie Kirkman skoraði 19 en besti maður vallarins var Ragnar Nathanaelsson sem skoraði 14 stig og tók 14 fráköst.

Hamar er í 4. sæti fyrir lokaumferðina og á enn möguleika á heimaleikjarétti í úrslitakeppninni.

Fyrri greinDramatík í lokin
Næsta greinHeimsviðburður í Hvíta