Ragnar sökkti Rangæingum

Rangæingar töpuðu stórt þegar KFR mætti Tindastóli frá Sauðárkróki á Hofsósvelli í 3. deild karla í knattspyrnu í dag.

Ragnar Þór Gunnarsson, lánsmaður frá Selfossi, lék á alls oddi í sókn Tindastóls í dag og var búinn að skora þrennu eftir klukkutíma leik. Staðan var 2-0 í hálfleik. Stólarnir bættu svo fjórða markinu við þegar fimmtán mínútur lifðu leiks og lokatölur urðu 4-0.

KFR er á botni 3. deildarinnar með eitt stig og markatöluna -14 eftir fimm leiki.