Ragnar Örn snýr aftur

Ragnar fagnar Íslandsmeistaratitlinum ásamt dóttur sinni sumarið 2021. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ragnar Örn Bragason er genginn aftur til liðs við körfuknattleikslið Þórs í Þorlákshöfn en hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið.

Ragnar er búsettur í Þorlákshöfn en hann lék með Þór frá árinu 2015 og var í Íslandsmeistaraliði Þórs árið 2021 en lék á síðasta tímabili með uppeldisfélagi sínu, ÍR. Veturinn 2017-18 lék hann með Keflavík.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Þórsara en þegar liðið varð meistari var Ragnar mikilvægur hluti af liðinu með tæp 10 stig að meðaltali í leik.

Fyrri greinVinnuherbergjum lokað vegna raka og myglu
Næsta greinLeikskólagjöld felld niður í verkfalli