Ragnar og Eva Lind á verðlaunapalli

Ragnar og félagar með gullverðlaunin eftir sigur gegn Þýskalandi. Ljósmynd/HSÍ

U17 ára landslið karla og kvenna í handbolta náðu frábærum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Norður-Makedóníu sem lauk á laugardag.

Tveir leikmenn Umf. Selfoss eru í liðunum á Ólympíuhátíðinni, þau Ragnar Hilmarsson og Eva Lind Tyrfingsdóttir.

Piltaliðið gerði sér lítið fyrir og vann gullverðlaun eftir úrslitaleik á móti Þjóðverjum. Lokatölur urðu 28-25 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 14-14.

Stelpurnar sigruðu Hollendinga 31-26 í leik um 3. sætið eftir frábæra frammistöðu og bronsverðlaunin urðu þeirra. Staðan í hálfleik var 16-15. Eva Lind skoraði 2 mörk í bronsleiknum.

Eva Lind (7) og liðsfélagar hennar fagna bronsverðlaununum. Ljósmynd/HSÍ
Selfoss átti fjóra fulltrúa á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, þau Ragnar og Evu Lind og frjálsíþróttafólkið Bryndísi Emblu Einarsdóttur og Hjálmar Vilhelm Rúnarsson. Ljósmynd/Rúnar Hjálmarsson
Fyrri greinHjálmar Vilhelm stökk metstökk í magnaðri þraut
Næsta greinHéraðsmetið féll á Laugaveginum