Ragnar í úrvalsliði deildarinnar

Þórsarinn Ragnar Nathanaelsson er einn fimm leikmanna sem skipa úrvalslið síðari hluta Domino's-deildar karla í körfubolta.

Verðlaunin voru veitt í dag en ásamt Ragnari eru í liðinu þeir Martin Hermannsson, KR, Pavel Ermolinskij, KR, Michael Craion, Keflavík og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, Grindavík.

Besti dómari Domino’s deilda karla og kvenna í seinni hlutanum var kosinn Sigmundur Már Herbertsson, Pavel var útnefndur besti leikmaðurinn og KR-ingurinn Darri Hilmarsson dugnaðarforkurinn. Besti þjálfarinn var valinn Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.