Ragnar í liði ársins

Miðherjinn Ragnar Nathanaelsson úr Þór í Þorlákshöfn var valinn í lið ársins í Domino's-deild karla í körfuknattleik. Keppnistímabilið var gert upp í hófi í Ægisgarði í Reykjavík í dag.

Auk Ragnars eru í liðinu þeir Pavel Ermolinskij KR, Kári Jónsson Haukar, Haukur Helgi Pálsson Njarðvík og Helgi Már Magnússon KR.

Besti þjálfari Domino´s deildar karla er Finnur Freyr Stefánsson KR en meðal annarra sem fengu atkvæði var Einar Árni Jóhannsson Þór Þ.

Enginn Hamarsmaður var í úrvalsliði 1. deildar karla en Þorsteinn Gunnlaugsson og Örn Sigurðarson, Hamar, fengu báðir atkvæði auk þess sem Þorsteinn var einn af þeim sem fengu atkvæði í kosningunni um besta leikmann deildarinnar. Þá var Salbjörg Sævarsdóttir, Hamri, ein þeirra sem fengu atkvæði í valinu á prúðasta leikmanni Domino’s-deildar kvenna.