Ragnar íþróttamaður HSK

Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson á Selfossi var valinn íþróttamaður HSK árið 2010 úr hópi tuttugu tilnefndra íþróttamanna.

Sérstök valnefnd, skipuð af stjórn sambandsins, velur íþróttamann HSK eftir tilnefningar nefnda og sérráða. Íþróttamennirnir tuttugu voru verðlaunaðir á ársþingi HSK á Hellu í dag.

Ragnar er burðarás í meistaraflokksliði Selfoss í handbolta sem vann 1. deild karla með glæsibrag í vor. Ragnar var lang markahæsti leikmaður deildarinnar og var á lokahófi HSÍ valinn besti sóknarmaðurinn og besti leikmaður deildarinnar. Ragnar er markahæsti leikmaður N1-deildar karla í vetur og er algjör lykilmaður í leik Selfossliðsins.

Fyrri greinKristinn, Ólafur og Ásta heiðruð
Næsta greinInghólsárin rifjuð upp í kvöld